Privacy Policy

Meðferð persónuupplýsinga

Allt mitt barnapössun kennitala 480523-0750 (hér eftir vísað til sem Allt Mitt eða fyrirtækið) hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem koma frá notendum þjónustunnar.

Fyrirtækið sem og barnapíur með samning við fyrirtækið fara með allar upplýsingar sem gefnar eru upp af notendum sem trúnaðarupplýsingar og gæta fyllsta trúnaðar að öllu sem fer fram á heimili notanda þjónustunnar. Trúnaður þessi gildir áfram þrátt fyrir að samning við notendur eða barnapíur er sagt upp. Sjá frekar undir persónuverndarlög.

Meðferð Allt mitt á persónuupplýsingum

Allar persónuupplýsingar sem kunna að að verða til við notkun á vafrakökum eða þegar stofnað er til viðskipta verða meðhöndlaðar og unnið með þær í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuververnd og meðferð persónuupplýsinga. Allt mitt lýsir því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að framan greinir og þá verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu.

Hvað eru persónuupplýsingar

Persónuupplýsingar tekur til hvers kyns upplýsingar sem notandi gefur fyrirtækinu svo hægt sé að tryggja faglega og áreiðanlega barnapössun þar sem öryggi barnanna er í fyrirrúmi.

Miðlun til þriðja aðila

Persónuupplýsingar sem notendur gefa upp eru einungis miðlað til þeirra barnapíu sem mun sjá um barnapössunina. Athuga að allar upplýsingar eru miðlaðar áfram í gegnum læstan aðganga.

Persónuupplýsingar sem Allt Mitt meðhöndlar

Þjónustan okkar krefst þess að notendur gefi upp ákveðnar upplýsingar svo hægt sé að veita örugga barnapössun. Hagsmunir fjölskyldunnar eru ávallt í fyrirúmi og gætir Allt mitt hófs í gagnasöfnum og safnar einungis nauðsynlegum gögnum til að veita notendum persónulega og einstaklingsmiðaða þjónustu. Ef upplýsinar eru viðkvæmar mælir fyrirtækið með að hafa samband símleiðis við starfsfólk okkar.

Hvernig tryggjum við öryggi persónuupplýsinga þinna?

Persónuupplýsingar eru geymdar í viðurkenndum tölvukerfum þar sem passað er upp á að einungis þeir sem þurfa aðgang að gögnunum hafi slíkt. Þegar búið er að finna barnapíu sem uppfyllir kröfur notanda er barnapíunni sendar þær upplýsingar sem mikilvægt er að hafa til að geta sinnt barnapössuninni. Þessar upplýsingar eru geymdar í læstu skjali sem krefst lykilorðs til að opna og eru sendar með tölvupósti þegar búið er staðfesta að sú barnapía mun sjá um pössunina.

Hve lengi varðveitum við upplýsingarnar?

Á meðan notendur eru regulega að bóka barnapössun í gegnum fyrirtækið eru persónuupplýsingar varðveittar. Ef barnapössun hefur ekki verið bókuð í meira ein eitt ár verður öllum persónuupplýsingum eytt. Óski notanda eftir áframhaldandi þjónustu þarf að fylla út „Nýskráningu“ á ný.

Breytingar

Allt Mitt áskilur sér rétt til þess að breyta eða uppfæra persónuverndarstefnu þessa hvenær sem er, án fyrirvara. Ný útgáfa er auðkennd með útgáfudegi.

Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur á tölvupóstfangið babysitting@babysitting.is

en_USEN