Allt Mitt Barnapössun
er umboðsskrifsstofa þar sem markmið okkar er að auðvelda foreldrum að fá trausta, áreiðanlega og faglega barnapössun. Við sjáum um að finna barnapíu sem uppfyllir kröfur og þarfir foreldra og barna þeirra. Þannig getum við boðið upp á barnapössun sem er sérsniðin að þörfum fjölskyldunnar og veitum þar með faglega og persónubundna þjónustu. Þær barnapíur sem eru með samning við fyrirtækið hafa uppfyllt strangar hæfniskröfur, undirgengst atvinnuviðtal og eru einhverjir sem ég myndi 100% treysta fyrir mínum börnum.
Lesa Meira


Okkar Markmið
Helsta markmið okkar er að veita framúrskarandi barnapössun svo þið getið notið ykkar en um leið vitað að börnin ykkar séu í öruggum og góðum höndum.
Við leggjum mikla áherslu á að tryggja það að þú og þín fjölskylda séuð ánægð með þá þjónustu sem við bjóðum upp á. Þess vegna þætti okkur vænt um að fá ykkar álit á hvernig gekk eftir að pössun er lokið til að tryggja það að þjónustan haldist sem faglegust.
Smá um mig

Ég heiti Elísabet Lúðvíksdóttir og rek Allt Mitt barnapössunar þjónustu.
Ég er tveggja barna móðir, hjúkrunarfræðingur og með ártuga reynslu í barnapössun bæði hér á landi sem og erlendis.
Þar sem móðir mín var dagmamma í um 11 ár fékk ég tækifæri þegar ég var yngri til að passa börn á kvöldin og um helgar og fannst mér það alltaf lang skemmtilegasta aukavinnan. Eftir að hafað búið erlendis í um það bil tvö ár og upplifað hvernig barnapössun fer fram þar í landi hefur mig lengi langað að koma á fót slíku fyrirtæki hér á landi. Ég hef mikla ástríðu fyrir þessari hugmynd og vil ég nota þessa þekkingu og reynslu mína í að finna besta aðilann til að hugsa um þína fjölskyldu.
Með stofnun þessa fyrirtækis getur þú verið viss um að börnin þín séu í öruggum höndum í fjarvist þinni, leyfðu okkur að sjá um ykkur.
Skref fyrir skref
Byrjað er á að fylla út form inná “nýskráning”. Staðfestingarpóstur berst þegar fyrirtækið hefur farið yfir allar upplýsingarnar.
Þá er hægt að bóka fyrstu pössununa með því að ýta á hlekkinn “Bóka pössun” Þið fáið sendan staðfestingapóst með upplýsingum um þá barnapíu sem mun sjá um pössunina. Bókunargjald er greitt.
Barnapían hefur samband símleiðs 24 klst. áður en pössun á sér stað.
Barnapíunni er borgað á staðnum í reiðufé/millifærslu að pössun lokinni.
Við óskum eftir fleiri barnapíum til liðs við okkur
Hefur þú ástríðu fyrir að passa börn og vilt gera það að atvinnu?
Fyrsta barnapössunar umboðsskrifsstofa/vinnumiðill sinnar tegundar hér landi. Við deilum ástríðu fyrir því að hugsa um börn og saman bjóðum við upp á faglega barnapössun fyrir fjölskyldur sem sætta sig ekki við neitt minna fyrir börnin sín. Ef þú telur þig uppfylla okkar hæfniskröfur, ekki hika við að sækja um hjá okkur