Terms and services

Allt mitt ehf. sérhæfir sig í að útvega hæfar og reynslumiklar barnapíur fyrir fjölskyldur.

Allt mitt þjónustar fjölskyldur í að finna barnapíu sem uppfyllir þeirra skilyrði og kröfur eftir upplýsingum sem hafa verið gefnar fyrirtækinu af fjölskyldunni.

1.Skilgreiningar

Fyrirtæki: þá er átt við Allt mitt ehf.

Við/okkur: þá er átt við fyrirtækið Allt mitt ehf.

Barnapía: sá einstaklingur sem sér um að passa börn.

Notandi: einstaklingur sem nothæfir sér þjónustu Allt mitt með því að bóka barnapössun.

Þjónustan: Bókunar- og umboðsþjónusta.

Fjölskylda: Sá einstaklingur sem fyllir út umsóknareyðublaðið „nýskráning“ á heimasíðu okkar og ræður fyrirtækið til þess að veita þjónustuna sem er í samræmi við þessa skilmála.

2.Gildissvið

Vinsamlegast lestu þessa skilmála vandlega þar sem þetta er bindandi samningur á milli þíns, notanda þjónustunnar og Allt mitt barnapössunar.

Skilmálar þessir gilda um þjónustu sem í boði er á vegum fyrirtækisins Allt mitt ehf. Með því að skrá sig sem notandi þjónustu okkar lýsir notandi því yfir að hafa lesið vandlega, skilið og samþykkt skilmálana í heild sinni ásamt breytingum sem kunna að vera í framtíðinni. Samþykki skilmálana er skilyrði fyrir notkun þjónustunnar.

Notandi þjónustunnar verður að hafa náð 18 ára aldri.

Allt mitt barnapössun ber ekki ábyrgð á að notandi þjónustunnar séu lögráða, fjárráða eða sjálfráða, eða búi yfir skiling á því sem felst í að nota þjónustuna.

Þetta fyrirtæki er bókunar- og umboðsþjónusta. Barnapían er kynnt fyrir þér á grundvelli þess að þú sért hennar vinnuveitandi

3. Bókun

Nauðsynlegt er að sækja um aðgang inni á vefsíðu okkar www.babysitting.is undir hlekknum „Nýskráning“. Þar er fyllt út ítarlegt form sem mikilvægt er fyrir fyrirtækið að hafa til hliðsjónar þegar réttur aðili er fundinn til að sjá um barnapössunina. Þegar fyrirtækið hefur farið yfir umsókn þína og samþykkt hana mun þér berast staðfestingapóstur frá okkur. Hér er einnig hægt að óska eftir símtali ef fara þarf frekar yfir upplýsingarnar.

Eftir að fyrirtækið hefur staðfest umsókn þína með tölvupósti er hægt að bóka fyrstu pössunina. Það er gert með því að smella á hlekkinn „Bóka pössun“ þar sem fram kemur nafn notanda, kennitala og dagsetning pössunar sem og klukkan hvað pössun á að hefjast og ljúka. Bókunin er svo staðfest með tölvupósti frá okkur þar sem kemur fram hver mun passa og nánari upplýsingar um þann aðila. Eftir að bókun er staðfest með tölvupósti er sendur út reikningur með bókunargjaldi (sjá frekar undir „gjöld„ hér að neðan) sem birtist í heimabankanum eða hlekkur sem flytur þig inn á örugga greiðslusíðu.

Barnapían mun hafa samband símleiðis um sólarhring áður en pössun á sér stað til að staðfesta tíma og staðsetningu sem og gefur ykkur tækifæri til að gefa barnapíunni frekari upplýsingar sé þess þörf. Við mælum með að bóka barnapössun a.m.k. 30 mín áður en þið farið að heiman. Með því fær barnapían tækifæri á að kynnast börnunum í návist ykkar og börnin verða þar með öruggari. Við reynum eftir fremsta megni að senda sömu barnapíu þegar bókað er endurtekið til að viðhalda samfellu í þjónustunni. Ef þörf er á barnapössun oftar en tvisvar í mánuði er gott að kynna barnið/börnin fyrir tveimur barnapíum sem geta þá skipts á að koma.

Bóka þarf barnapössun með minnst fimm daga fyrirvara svo fyrirtækið hafi tíma til að fara yfir allar upplýsingar og þar með finna barnapíu sem uppfyllir ykkar skilyrði og þarfir. Allt mitt reynir eftir fremsta megni að verða að óskum foreldrar en Allt mitt áskilur sér þá ábyrgð gagnvart þér ef við getum ekki úthlutað þér barnapíu af einhverjum ástæðum.

Athuga að lágmarks bókun eru þrír klukkutímar og námundað er upp í næsta hálfan tíma. Sé bókun t.d. frá klukkan 19:00-22:45 er greitt frá 19:00-23:00.

4.Afbókanir

Bókunargjald fæst ekki endurgreitt eftir að fyrirtækið hefur sent út staðfestingarpóst með þeirri barnapíu sem mun sjá um pössunina.

Ef notandi þarf að hætta við bókunina þarf að láta Allt mitt barnapössun vita strax með tölvupóst milli klukkan 09-15 alla virka daga. ( Ath. ef afbókað er utan þess tíma bætist 1000 kr. gjald ofan á bókunargjaldið). Sé barnapössun endurtekið afbókuð á notandi í hættu á að geta ekki nýtt sér þjónustuna í framtíðinni.

Ef notandi hættir við barnapössunina innan sólahrings frá því að pössun ætti að eiga sér stað verður honum gert að borga tímakaup fyrir tvær klukkustundir sem verður lagt inn á reikning þeirra barnapíu sem átti að sjá um pössunina. Fyrirtækið mun biðja barnapíuna um að senda foreldrum bankaupplýsingar sínar.

Ef undir einhverjum kringumstæðum að barnapían hættir við pössunina eða mætir ekki á tilsettum tíma skal hafa samband við fyrirtækið eins fljótt og hægt er. Við munum reyna eftir fremsta megni að finna aðra barnapíu í staðinn. Ef svo vill til að það gengur ekki verður bókunargjaldið endurgreitt. Athuga við reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að slíkt gerist og erum því yfirleitt með barnapíur lausar til að hoppa inn í ef um forföll er að ræða.

5. Gjöld

5.1. Bókunargjald: Bókunargjald greiðist þegar fyrirtækið hefur staðfest með tölvpósti hvaða barnapía mun sinna barnapössuninni. Bókunargjaldið nemur 3000 kr. m/vsk fyrir hverja bókun.

5.2. Verð fyrir barnapössun: Barnapíum er greitt að pössun lokinni samkvæmt gildandi verðskrá á heimasíðunni www.babysitting.is hverju sinni. Greitt er með pening(reiðufé) eða beinni millifærslur inn á heimabanka, hvað sem um var samið áður en pössun átti sér stað. Sé ekki greitt strax að pössun lokinni á notandi í hættu á að geta ekki nýtt sér þá þjónustu sem Allt mitt býður upp á, nema um annað hafi verið samið um greiðslur við barnapíuna.

5.3. Ítarleg verðskrá með bókunargjaldi og tímagjaldi er að finna á heimasíðu okkar www.babysitting.is undir hlekknum „Verðskrá“. Allt mitt barnapössun hefur heimild til að breyta verðskrá af og til og mun tilkynna notendum skriflega með tölvupósti minnst 15 dögum fyrir breytingu

6. Þínar skyldur sem notandi þjónustunnar.

Eftirfarandi samþykkir þú og staðfestir að:

Notkun á þjónustunni takmarkast við það sem teljast eðlilegar og lögmætar athafnir.

Að Allt mitt barnapössun er bókunar- og umboðsskrifsstofa og eru barnapíur verktakar með samning hjá fyrirtækinu. Barnapíur eru þar af leiðandi ekki starfsmenn innan fyrirtækisins.

Að þú hafir lesið og skilið þær verklagsreglur sem fyrirtækið notar við val á barnapíum.

Notandi ber ábyrgð á að gefa upp allar þær upplýsingar sem nauðsynlegt er fyrir okkur að hafa svo hægt sé að tryggja að börnin séu í sem öruggustu höndum.

Notandi berð ábyrgð á eftirliti barnapíunnar á meðan pössun á sér stað. Einnig ber notanda að kynna barnapíunni fyrir hvers kyns húsreglum sem gilda á heimilinu sem og að fara vel yfir hvað skal gera ef upp koma veikindi eða neyðartilvik.

Notandi ber ábyrgð á greiðslum beint til barnapíunnar að pössun lokinni.

Barnapíur sem taka að sér pössun sjá sjálf um að skila inn tekjuskatti og skila viðeigandi gögnum til skattyfirvalda. Hægt er að skoða frekari upplýsingar á heimasíðu ríksskattstjóra.

Notendur þjónustunnar eru að öllu óheimilt að hafa beint samband við barnapíur sem eru með samning við fyrirtækið utan þeirra vinnutíma. Notendur samþykkja að allar bókanir munu ávallt fara fram í gegnum fyrirtækið inn á heimasíðu okkar www.babysitting.is. Ef í ljós kemur að þetta ákvæði hafi verið brotið verður framar ekki hægt að nýta þá þjónustu sem Allt mitt barnapössun hefur upp á að bjóða.

Allar upplýsingar sem þér hafið gefið fyrirtækinu eru réttar, nákvæmar og uppfærðar hverju sinni. Notandi ber ábyrgð á öllum þeim upplýsingum sem hann gefur fyrirtækinu og birtir bara þær upplýsingar sem hann vill að séu birtar.

7. Ábyrgðartakmarkanir

Notendur nýta sér þjónustuna á eigin ábyrgð og ber Allt mitt ekki ábyrgð á fjárhagslegu eða ófjárhagslegu tjóni af neinu tagi sem notandi eða aðrir kunna að vera fyrir vegna viðskipta eða samskipta í gegnum þjónustuna.

Allt mitt barnapössun er umboðsskrifstofa og ber ekki ábyrgð á tjóni sem stafar af neðangreindum ástæðum eða sambærilegum ástæðum og er upptalningin ekki tæmandi

1. Brot á þessum skilmálum

2. Ef barnapían mætir ekki þrátt fyrir að hafa fengið allar nauðsynlegar upplýsingar frá fyrirtækinu nema ef fyrirtækinu hefur mistekist að koma upplýsingum um bókunina áleiðis til barnapíunnar.

3. Hverskyns hegðunarleysi barnapíunar sem fyrirtækið hafði ekki getað séð fyrir áður þrátt fyrir strangar hæfinskröfur og starfsviðtal sem og út frá upplýsingum sem fyrirtækið aflaði sér um barnapíuna.

4. Samband þitt við barnapíuna sem vinnuveitandi.

Komdu ávallt fram við barnapíuna af tillitsemi og stuðlaðu að öruggu og heilbrigðu vinnuumhverfi.

Ef öryggi barnapíunnar er ógnað á einhverjum tímapunkt eða vinnuumhverfi ekki talið öruggt á meðan þjónustan fer fram áskilur Allt mitt sér fullan rétt að afhenda lögreglu öll þau gögn sem óskað er eftir.

8. Brot á skilmálum

Ef Allt mitt verður uppvís af broti notanda af skilmálum þessum eða misnotkun á þjónustu fyrirtækisins þá áskilur Allt mitt sér rétt til þess að rifta aðgangi notanda án fyrirvara og meina honum aðgang að þjónustunni framvegis. Það sama á við um ólögmæta eða ósæmilega hegðun notanda eða kvartanir sem hafa borist frá barnapíum. Ef notandi greiðir ekki gjöld á tilsettum tíma, hvort sem er bóknargjald eða gjöld sem greiðast beint til barnapíunnar. Vilji notandi koma á framfæri athugasemdum varðandi skilmála Allt mitt má senda þær á netfangið babysitting@babysitting.is

9. Breytingar á skilmálum

Allt mitt áskilur sér rétt á breytingum þessara skilmála einhliða og án fyrirvara. Slíkar breytingar verða þá tilkynntar til notenda þjónustunnar með tölvupósti minnst 15 dögum fyrir breytingu.

10. Ágreiningur/kvörtun

Við hjá Allt mitt barnapössun vonum að þjónustan sem við veitum standist ykkar kröfur. Ef einhver vandamál eða kvartanir koma upp vinsamlegast látið okkur vita strax í gegnum tölvupóstinn babysitting@babysitting.is

11. Annað

Þessir skilmálar notenda, ásamt persónuverndarstefnu okkar og vefkökustefnu, mynda saman samning á milli notenda þjónustunnar og AlltMitt barnapössunar.

Lögsaga:

Um þjónustu og skilmála þessa gilda íslensk lög og skal ágreiningi vísað til Héraðsdóms Reykjavíkur

en_USEN