Skref fyrir skref
Byrjað er á að fylla út form inná “nýskráning”. Staðfestingarpóstur berst þegar fyrirtækið hefur farið yfir allar upplýsingarnar.
Þá er hægt að bóka fyrstu pössununa með því að ýta á hlekkinn “Bóka pössun” Þið fáið sendan staðfestingapóst með upplýsingum um þá barnapíu sem mun sjá um pössunina. Bókunargjald er greitt.
Barnapían hefur samband símleiðs 24 klst. áður en pössun á sér stað.
Barnapíunni er borgað á staðnum í reiðufé/millifærslu að pössun lokinni.
Hvernig virkar þjónustan
Nauðsynlegt er að skrá sig/sækja um aðgang inni á vefsíðu okkar www.babysitting.is undir flipanum „Nýskráning“. Þar er fyllt út ítarlegt form sem mikilvægt er fyrir fyrirtækið að hafa til hliðsjónar þegar réttur aðili er fundinn til að sjá um barnapössunina. Þegar fyrirtækið hefur farið yfir umsókn þína og samþykkt hana mun þér berast staðfestingapóstur frá okkur. Hér er einnig hægt að óska eftir símtali ef fara þarf frekar yfir upplýsingarnar.
Eftir að fyrirtækið hefur staðfest umsókn þína með tölvupósti er hægt að bóka fyrstu pössunina. Það er gert með því að smella á hlekkinn „Bóka pössun“ þar sem fram kemur nafn, kennitala og dagsetning pössunar sem og klukkan hvað pössun á að hefjast og ljúka. Bókunin er svo staðfest með tölvupósti frá okkur þar sem kemur fram hver mun passa og nánari upplýsingar um þann aðila. Eftir að bókun er staðfest með tölvupósti er sendur út reikningur með bókunargjaldi (sjá frekar undir „gjöld hér að neðan) sem birtist í heimabankanum/hlekkur sem flytur ykkur inn á örugga greiðslu síðu.
Barnapían mun svo hafa samband símleiðis um sólarhringi áður en pössun á sér stað til að staðfesta tíma og staðsetningu sem og gefur ykkur tækifæri til að gefa barnapíunni frekari upplýsingar sé þess þörf.
Við mælum með að fá barnapíuna a.m.k. 30 mín áður en þið farið að heiman. Með því fær barnapían tækifæri á að kynnast börnunum í návist ykkar og börnin verða þar með öruggari.
Við reynum eftir fremsta megni að senda sömu barnapíu þegar bókað er endurtekið til að viðhalda samfellu í þjónustunni. Ef þörf er á barnapössun oftar en tvisvar í mánuði er gott að kynna barnið/börnin fyrir tveimur barnapíum sem geta þá skipts á að koma.

Við óskum eftir fleiri barnapíum til liðs við okkur
Hefur þú ástríðu fyrir að passa börn og vilt gera það að atvinnu?
Fyrsta barnapössunar umboðsskrifsstofa/vinnumiðill sinnar tegundar hér landi. Við deilum ástríðu fyrir því að hugsa um börn og saman bjóðum við upp á faglega barnapössun fyrir fjölskyldur sem sætta sig ekki við neitt minna fyrir börnin sín. Ef þú telur þig uppfylla okkar hæfniskröfur, ekki hika við að sækja um hjá okkur